Um Félagið

Tilgangur félagsins er að reka áfangaheimili fyrir konur sem lokið hafa meðferð vegna fíknar í áfengi og/eða önnur vímuefni. Starfsemi félagsins er fjármögnuð með styrkjum og frjálsum framlögum einstaklinga og lögaðila.

Markmiðið er að hjálpa konum sem eru á leið til bata og veita þeim aðhald og stuðning.

Á Þúfunni eru 6 einstaklingsherbergi og tvö tveggja manna herbergi.

Stjórn félagsins

Fríða Bragadóttir, formaður
Guðrún Magnúsdóttir, varaformaður
Lára Ómarsdóttir, gjaldkeri
Sara Karlsdóttir, ritari
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Bergrún Brá Kormáksdóttir


Skoðunarmenn:
Arndís Kristleifsdóttir

Húsreglur

  1. Öll áfengis- og vímuefnaneysla er óleyfileg. Ef bakslag verður, skal strax gera starfsmanni vart og yfirgefa húsið.

  2. Veip eða reykingar eru ekki leyfðar innanhúss.

  3. Mæta skal á húsfundi.

  4. Mikilvægt er að konur sæki AA/NA eða annars konar bataúrræði þrisvar í viku í samráði við forstöðukonu.

  5. Konur annast sjálfar þrif og matseld. Þrifið er eftir ákveðnu kerfi í sameiginlega rýminu, en konur sjá um að halda öllu hreinu og snyrtilegu í sínu herbergi.

  6. Konur skulu ræstar kl. 8:00 og vera komnar á fætur og hafa snætt morgunverð fyrir kl. 9:00.  Konur skulu vera komnar heim fyrir kl. 23:30. Ró þarf að vera komin á húsið kl. 22:00.

  7. Heimsóknir eru leyfðar á laugar- og sunnudögum frá kl. 14:00 – 18:00. Sækja þarf um helgarleyfi/barnagistingu á föstudögum. Börn eru ávallt velkomin.

  8. Konur skulu temja sér kurteisi, virðingu og hjálpsemi gagnvart öðrum heimiliskonum og starfsmönnum. Baktal og einelti er ekki liðið. Hver á að einbeita sér að sínum bata.

  9. Skylda er að stunda þá eftirfylgni sem meðferð þeirra leggur til. Unnið skal að því að vera virk í meðferðarprógrami, endurhæfignu, námi eða vinnu í samráði við forstöðukonu.

  10. Konur geri sér grein fyrir ferðum sínum og greiði leigu eigi einna en 1. virka dag mánaðar.